Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari
á döfinni:



Listasafn Sigurjóns
Þura

Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
Fimmtudaginn 18. og föstudaginn 19. apríl 2024 kl. 20:00

Þura Sigurðar­dótt­ir söng­­kona ásamt gestum.

Ís­lensk og er­lend lög sung­in við ís­lenska söngtexta sem allir kann­ast við og spanna hundr­að ár í sögu tón­list­ar­inn­ar. Efnis­skrá að mestu sú sama og á tónleikum Þuru í febrú­ar, ögn vor­legri.
Fram koma: Þura, Berg­lind Björk Jónas­dóttir, Sig­urður Helgi Pálma­son, Lára Bryn­dís­ Eggerts­dótt­ir, Hlíf­ Sigur­jóns­dótt­ir, Bjarni Svein­björns­son og Péturs Grétars­son.



Freyr, Hlíf, Martin og Þórdís Gerður

Berg − Dalvík
Skjólbrekka í Mývatnssveit
Flautukvartettar Mozarts

Freyr Sigurjóns­son flauta, Hlíf Sigurjóns­dóttir fiðla, Martin Frewer víóla og Þór­dís Gerð­ur Jóns­dótt­ir selló

• Menningarhúsinu Bergi á Dalvík
      fimmtudaginn 27. júní 2024
• Félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit
      föstudaginn 28. júní 2024

Flutt­ir verða all­ir fjór­ir flautu­kvart­ett­ar Moz­arts, en þrjá þeirra samdi hann í Mann­heim vet­ur­inn 1777−78, og hinn fjórða ára­tug síð­ar. Mann­heim verk­in samdi hann eftir pönt­un fyr­ir áhuga­manna­kvart­ett og eru þeir ekki eins marg­slungn­ir og mörg önn­ur verk hans, en engu að síð­ur yndis­leg, hljóm­mikil og glett­in, og krefj­andi fyrir öll hljóð­færin.



Husby Kirke
Orgel og fiðlutónleikar

Hlíf Sigurjónsdóttir fiðla og Povl Christian Balslev orgel

• Husby kirkju á Fjóni
      fimmtudaginn 25. júlí 2024 kl. 20:30

Georg Friedrich Händel
1685−1759
Sónata í F dúr ópus 1 númer 12
Adagio • Allegro • Largo • Allegro
Josef Gabriel Rhein­berger
1839−1901
Sechs Stücke für Violine und Orgel, ópus 150
Thema mit Veränderungen • Abendlied • Gigue • Pastorale • Elegie • Ouverture


allemanda • corrende • sarabanda • giga • ciaccona

The Alchemist − frumflutningur
Bitter Monk, Brooklyn
september 2024

The Alchemist, ein­leiks­verk fyrir fiðlu eftir banda­ríska tón­skáld­ið Merrill Clark, er til­eink­að Ekt­oras Bin­ikos kokk­teil­meist­ara og video­lista­manni. Ekt­oras hef­ur tvinn­að þessi sér­svið sín við tón­list með því, ann­ars veg­ar, að blanda kok­kteila und­ir áhrif­um tón­­list­ar J.S. Bach (sjá hér) og hins veg­ar með að skapa video­verk við tón­flutn­ing, eins og sjá má á upp­töku frá Myrk­um músík­dög­um 2016 þar sem Hlíf flytur Seið­kon­una, sónötu eftir Merrill Clark.