Föstudagskvöldið
19. ágúst 2016 verður
haldin minningardagskrá um Björn Ólafsson konsertmeistara á
Halldórsstöðum og Þverá í Laxárdal í
tilefni þess að Björn hefði orðið 100 ára í
febrúar á næsta ári. Að dagskránni standa
Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og Halldór
og Hallgrímur Valdimarssynir.
Minningardagskráin hefst klukkan 19:30 í
hlöðunni á Halldórsstöðum, með kaffi
í boði heimamanna. Þar munu
Halldórsstaðabræður og Hlíf segja frá Birni
og rifja upp minningar og leiknar verða upptökur af fiðluleik hans.
Síðan verður farið í slóð Björns
suður í Þverárkirkju þar sem Hlíf leikur
meðal annars Sónötu eftir J.S. Bach, eitt af uppáhaldsverkum
Björns.