Fréttatilkynning

Fyrstu einleikstónleikar af þrennum í Háteigskirkju
sunnudaginn 30. október 2016 klukkan 20:00


„Einleiksverk þessi hafa fylgt mér allar götur frá námsárum mínum hjá Birni heitnum Ólafs­syni kon­sert­meistara, en ég var svo lán­söm að stunda nám hjá þessum frá­bæra tón­listar­manni. Björn áleit sónötur og partítur Bachs biblíu fiðlu­leikarans og mér eru þessi verk mjög hugstæð.“
Í vetur flytur Hlíf Sigurjónsdóttir allar sónötur og partítur fyrir einleiksfiðlu eftir J.S. Bach á þrennum tónleikum í Háteigskirkju í Reykjavík og í Vorfrúarkirkju í Svenborg á Fjóni. Á hverjum tónleikanna má ennfremur hlýða á nútímaverk fyrir einleiksfiðlu sem samið hefur verið fyrir Hlíf.

    Á þessum fyrstu tónleikum verður leikin Sónata númer 1 í g moll og Partíta númer 1 í h moll eftir Bach og þeim lýkur með einleiksverkinu Vetrartré eftir Jónas Tómasson, en hann verður sjötugur þann 21. nóvember. Þessi efnisskrá verður endurtekin í Vorfrúarkirkjunni í Svendborg á Fjóni mánudaginn 21. nóvember.

    Næstu tónleikar í röðinni verða á næsta ári, sunnudaginn 26. febrúar í Háteigskirkju og 13. mars í Vorfrúarkirkju og verða þá leiknar Sónata númer 2 í a moll og Partíta númer 2 í d moll eftir Bach og frumflutt tónverk sem danska tónskáldið Matti Borg er að semja fyrir Hlíf. Á síðustu tónleikum í röðinni, í Háteigskirkju 30. apríl og Vorfrúarkirkju 8. maí, leikur Hlíf Sónötu númer 3 í C dúr og Partítu númer 3 í E dúr ásamt nýju verki eftir Povl Christian Balslev organista Vorfrúarkirkjunnar.

    Hlíf hefur hljóðritað allar partítur og sónötur eftir J.S. Bach og gaf þær út á tveimur geisladiskum árið 2008 og voru diskarnir endurútgefnir hjá bandarísku útgáfunni MSR-Classics (MS-1605). Einnig lék hún þær á tvennum tónleikum í New York í janúar 2010 og 2011. Hafa tónleikarnir og diskarnir hlotið afar loflega dóma:
úr dómum um tónleikana í NY 2010
„The concert was absolutely magnificent and exceeded all my expectations. ... I would recommend her concerts to anyone interested in hearing one of the most promising, young violinists of our time.“
Gerald M. Goldhaber, Ph.D. President and CEO, N.Y.

úr dómum um tónleikana í NY 2011
„Hlif Sigurjonsdottir has fantastic tone and interpretive insight, simultaneously vigorous and lacey delicate. Bach is Bach, and the incredibly rare performer – a few in each generation – who play like her seem a heavenly revelation. Bach's canonic writing is glorious.“
Mark Greenfest tónlistargagnrýnandi í NY, sem ritar dóma m.a. fyrir NMC Newsletter

úr dómum um geisladiska hennar með einleiksverkum Bachs:
„Sigurjónsdóttir's phrasing is crystalline clear. (In different close hearings a couple of months apart I found myself writing down this same phrase.) Her music breathes and details are masterfully shaded. Her tempos are not rigid and her timings, of individual movements, are both slower and faster than other players.“
R. James Tobin Classical Net 2010.     dómurinn í heild

„The Mount Everest of these Himalayas, the great Ciaccona (Chaconne) in Partita No. 3, receives particular care from Sigurjónsdóttir as she explores all the great features in this long (15:48) work in ways that make it continually engaging for the listener. Her pacing here is absolutely perfect as she forms what is initially a rather square-toed conception into a thing of exquisite beauty. Without sacrificing any of its fluidity, she employs discrete variations in tempo, as in the passages of increasing urgency that set the stage for the wonderful moment of relaxation that steals upon us at just about the midpoint of the Chaconne. You don’t have to be terribly learned musically to realize that something wonderful has transpired in Bach’s monumental set of variations on a ground bass. Sigurjónsdóttir does the hard work for you, so just sit back and enjoy!“
Phil Muse, Audio Club of Atlanta 2016 dómurinn í heild
Þessa dóma og aðra má lesa á heimasíðu Hlífar.


Hlíf Sigurjónsdóttir er fædd í Kaupmannahöfn en ólst upp í Reykjavík. Hún nam fiðluleik hjá Birni Ólafssyni konsertmeistara við Tónlistarskólann í Reykjavík og fór síðar til framhaldsnáms við Háskólana í Indiana og Toronto og Listaskólann í Banff. Einnig nam hún hjá Gerald Beal fiðluleikara í New York borg. Á námsárum sínum kynntist hún og vann með mörgum merkustu tónlistarmönnum tuttugustu aldarinnar, þar á meðal William Primrose, Zoltan Szekely, György Sebök, Rucciero Ricci og Igor Oistrach.

    Hlíf hefur haldið fjölda einleikstónleika og leikið með sinfóníuhljómsveitum og kammersveitum víða um Evrópu, í Bandaríkjunum og Kanada. Haustið 2014 kom geisladiskurinn DIALOGUS út hjá MSR Classics í Bandaríkjunum með einleiksverkum í hennar flutningi, sem samin hafa verið sérstaklega fyrir hana. Maria Nockin, gagnrýnandi Fanfare Magazine, tilnefndi þann disk „CD of the year 2015“. Síðastliðið haust endurútgaf sama útgáfufyrirtæki tvöfaldan geisladisk, frá árinu 2008, þar sem hún lék allar sónötur og partítur fyrir einleiksfiðlu eftir Johann Sebastian Bach. Hafa báðir þessir diskar hlotið mikið lof gagnrýnenda.

    Hlíf hefur mikinn áhuga á klassískri tónlistarfræðslu og uppeldi og kennir einkanemendum hérlendis og erlendis.
Aðgangseyrir 2000 kr., nemendur og eldri borgarar kr. 1000.   Ath. Enginn posi á staðnum.

Hlíf Sigurjóns­dóttir • sími 863−6805 • HlifSigurjons(hjá)HlifSigurjons.is • heimasíða