Sextíu ára bið lokið
Geisladiskur með leik Björns Ólafssonar fiðluleikaraÁður fyrr þekktu flestir Íslend­ing­ar Björn Ólafsson fiðlu­leik­ara fyrir leik sinn í út­varpi og sem konsert­meist­ara Sin­fóníu­hljómsveit­ar Ís­lands.
    Árið 1960 kom út fjög­urra laga plata með leik hans og er hún löngu orðin ófáan­leg. Það er því við hæfi á 90 ára afmæli ríkis­útvarps­ins og 70 ára af­mæli Sin­fóníu­hljóm­sveit­ar Ís­lands að hefja útgáfu á þeim ótal mörgu frá­bæru upp­tök­um sem til eru með leik hans í safni Ríkis­útvarps­ins.
    Á þess­um diski leikur Björn Ólafss­on úr­val tón­verka eftir fyrstu kyn­slóð ís­lenskra tón­skálda við með­leik Jóns Nor­dal, Wil­helm Lansky­-Otto, Árna Kristjáns­son­ar og Jór­unn­ar Viðar og jafn­framt eru þetta fyrstu upp­tök­ur þessara verka.
    Diskur­inn er gef­inn út í sam­vinnu Hlífar Sigurjóns­dótt­ur og banda­rísku út­gáf­unn­ar 4Tay Records með leyfi Ríkis­útvarps­ins og með stuðningskerfi Karolina Fund.
    Diskurinn er til sölu hjá Fiskbúðinni Sundlaugavegi 12, 12 tónum og hjį og hjá undirritaðri.


JÓN NORDAL (f. 1926)
Systur í Garðshorni (1944)
    1. Ása    
    2. Signý
    3. Helga
Frumflutt 1945, hljóðritað 1947
Björn Ólafsson fiðla, Wilhelm Lansky-Otto píanó


ÞÓRARINN JÓNSSON (1900-1974)
Forleikur og tvöföld fúga yfir nafnið BACH fyrir einleiksfiðlu (1925)
    4. Forleikur
    5. Fúga
Hljóðritað á fimmta áratug 20. aldar
Björn Ólafsson fiðla


JÓN NORDAL
Fiðlusónata (1952)
    6. Allegro moderato
    7. Adagio
    8. Allegretto
Hljóðritað 1959
Björn Ólafsson fiðla, Jón Nordal píanó

JÓN LEIFS (1899-1968)
Prelúdía og fúghetta fyrir einleiksfiðlu
    9. Prelude
    10. Fughetta
Hljóðritað 1963
Björn Ólafsson fiðla


ÞÓRARINN JÓNSSON
    11. Húmoreska fyrir fiðlu og píanó (1927)    
Hljóðritað 1968
Björn Ólafsson fiðla, Árni Kristjánsson píanó


HELGI PÁLSSON (1899-1964)
úr Sex þjóðlögum ópus 6 fyrir fiðlu og píanó (1962)
    12. nr. 5 Poco allegro e scherzando
    13. nr. 6 Andante
Hljóðritað 1963
Björn Ólafsson fiðla, Árni Kristjánsson píanó


JÓRUNN VIÐAR (1918-2017)
Þjóðlífsþættir, úr svítu í 5 þáttum fyrir fiðlu og píanó (1974)
    14. nr. 3 Þjóðlag
    15. nr. 4 Fiðlulag
    16. nr. 5 Vikivaki
Hljóðritað 19. desember 1974
Björn Ólafsson fiðla, Jórunn Viðar píanó

Tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins fjallaði um diskinn í pistli sínum 5. janúar 2021

Hlíf Sigurjónsdóttir
sími 863 6805
HlifSigurjons@HlifSigurjons.is