Björn Ólafsson
konsertmeistari

Útvarpsþættir RÚV-rás 1, þar sem leiknar eru hljóðritanir með leik Björns:

    • 13. apríl 2017
    • 14. apríl 2017
Björn Ólafsson konsertmeistari fæddist 26. febrúar 1917. Hann var meðal fyrstu nemenda Tón­listar­skólans í Reykjavík og einn þeirra fjögurra sem fyrstir voru braut­skráðir úr skólanum vorið 1934. Hann stundaði fram­halds­nám í Vínar­borg og lauk prófi þar vorið 1939 með þeim árangri að hann var strax ráðinn sem fyrsti fiðlu­leik­ari að Vínar­fíl­harmon­í­unni sem þá var undir stjórn Wilhelm Furt­wänglers. Hann kom heim til Íslands sumarið 1939 og ætlaði að standa stutt við, en síðari heims­styrjöldin hófst þá um haustið og kom í veg fyrir að hann kæmist aftur til Vínar.

    Björn réðst sem aðal­fiðlukennari við Tón­listarskólann í Reykjavík, varð yfirkennari strengjadeildar skólans og stofnaði hljómsveit Tón­listar­skólans. Þegar Sin­fóníu­hljóm­sveit Íslands var stofnuð árið 1950 varð hann fyrsti konsert­meistari hljóm­sveitar­innar og hélt þeirri stöðu til 1972.

    Árið 1942 kvæntist hann Kolbrúnu Jónas­dóttur og dvöldu þau mörg sumur hjá skyldfólki Kolbrúnar á Halldórsstöðum í Laxárdal og undi Björn sér hvergi betur en þar.

    Björn Ólafsson var í fram­varðar­sveit þeirra einstaklinga sem með þrotlausri vinnu sinni og hugsjónum náðu að auðga menningarlíf vort svo að við urðum á örskömmum tíma samkeppnishæf við aðrar Evrópu­þjóðir. Hann lést í Reykjavík 1984.
Viðtal við Hrein Valdimarsson og Hlíf Sigurjónsdóttur um Björn og plötusafn Ríkisútvarpsins í Morgunblaðinu 26. febrúar 2017