Sagan í tónum
Úr hljóðritasafni RíkisútvarpsinsBjörn Ólafs­son konsert­meist­ari var án efa einn af merk­ustu tón­listar­mönn­um þjóð­ar­innar og enn muna marg­ir eft­ir fiðlu­leik hans, jafnt á tón­leik­um og í út­varpi. Í kjall­ara út­varps­húss­ins er fjöldi upp­taka með hon­um og sam­tíðar­mönnum hans sem sjald­an heyr­ist, að nokkru leyti vegna þess að mikil vinna felst í því að yfir­færa tón­list­ina á nýtt form og hreinsa hana.
    Fyrir rúmri hálfri öld kom út lítil 45 snúninga plata með leik Björns og er hún löngu orðin ófáanleg.
    Því er það gleði­efni að nú er á leið­inni geisla­disk­ur með úr­vali af upp­tök­um á verk­um ís­lenskra tón­skálda í flutn­ingi Björns og sam­tíma­manna hans. For­vinnu að diskn­um er lok­ið með stuðn­ingi Tón­listar­sjóðs og Ríkis­útvarpið gaf leyfi fyrir út­gáf­unni.
    Nú leita ég til stuðn­ings­manna og vel­unn­ara klass­ískr­ar tón­list­ar að styrkja útgáfu þessa og eignast í staðinn geisladisk og endurnýja þannig kynni við þennan frábæra listamann.
    Söfnunin fer fram í gegnum Karolina Fund.

Með kærri kveðju og þakklæti

Hlíf Sigurjónsdóttir

 
 


Geisladiskurinn inniheldur úrval tónverka eftir fyrstu kynslóð íslenskra tónskálda í flutningi Björns Ólafssonar fiðluleikara við undirleik Jóns Nor­dal, Wilhelm Lansky-Otto, Árna Krist­jáns­son­ar og Jór­unn­ar Við­ar.JÓN NORDAL
Systur í Garðshorni fyrir fiðlu og píanó (1944)
    Ása    
    Signý
    Helga

ÞÓRARINN JÓNSSON
Forleikur og tvöföld fúga yfir nafnið BACH fyr­ir ein­leiks­fiðlu (1925)
    Forleikur
    Fúga

JÓN NORDAL
Fiðlusónata fyrir fiðlu og píanó (1952)
    Allegro mode­rato
    Adagio
    Allegretto

JÓN LEIFS
Prelúdía og fúghetta fyr­ir ein­leiks­fiðlu
    Prelude
    Fughetta

ÞÓRARINN JÓNSSON
Húmoreska fyrir fiðlu og píanó (1927)    

HELGI PÁLSSON (1899-1964)
úr Sex þjóðlögum ópus 6 fyrir fiðlu og píanó (1962)
    nr. 5 Poco allegro e scherzando
    nr. 6 Andante

JÓRUNN VIÐAR
Þjóðlífsþættir, úr svítu í fimm þátt­um fyrir fiðlu og píanó (1974)
    nr. 3 Þjóðlag
    nr. 4 Fiðlulag
    nr. 5 Vikivaki